ÁRSSKÝRSLA 2024
Starfsárið 2024–2025 Birt á aðalfundi SVÞ 13. mars 2025
SVTH. IS
Efnisyfirlit Starfsárið í tölum Fólkið Skýrsla stjórnar Ársreikningur SVÞ Fyrirtækjahópar innan SVÞ Almenn verkefni Umsagnir og verkefni lögfræðisviðs
BUSINESS ASSETS
FJÖLDI AÐILDARFÉLAGA
FJÖLDI UMSAGNA
FJÖLDI VIÐBURÐA
Starfsárið í tölum
V ELTA AÐILDARFYRIR- TÆKJA SVÞ 202 3
LAUNAGREIÐSLUR AÐILDARFYRIR- TÆKJA SVÞ 2023
TEKJUR SVÞ 2024
174.556.317 KR.
1.117.990.473.234 KR.
153.448.221.666 KR.
Starfsárið í tölum (2)
V ELTA AÐILDARFYRIR- TÆKJA SVÞ 202 3
LAUNAGREIÐSLUR AÐILDARFYRIR- TÆKJA SVÞ 2023
TEKJUR SVÞ 2024
174.556.317 KR.
1.117.990.473.234 KR.
153.448.221.666 KR.
Ný aðildarfélög SVÞ 2024 Við bjóðum ný aðildarfyrirtæki velkomin!
Akureyrarapótek ehf. Artpatra ehf. Atmos ehf Bílasprautun Vesturlands Bíliðjan ehf, verkstæði Blómstrax ehf Bókhald og Uppgjör ehf Design of Iceland ehf
Four FM AB, útibú á Íslandi Glanni ehf.
NEWREST ICELAND ehf. Norr11 Ísland ehf Opus Futura ehf. Orkustöðin K45 ehf. Phygital ehf. Rétt Mál verkstæði ehf. Scott ráðgjöf
Just Wingin It 12 ehf. Kjöthöllin ehf. Krílasel Landfari ehf. Læknastofur Reykjavíkur slf. Lengra komnir ehf
Snjalltæki ehf. Vinnuverndarnámskeið ehf. Vinnvinn ehf.
Hálogaland ehf. Heilsan #1 ehf. Herramenn ehf. Ison ehf. Integral slf.
LP ráðgjöf slf. Mandlan ehf.
FÓLKIÐ
Stjórn SVÞ 2024-2025
Stjórn SVÞ 2024-2025
Jón Ólafur Halldórsson, formaður og fulltrúi SVÞ í stjórn og framkvæmdastjórn SA, Marga ehf. Edda Rut Björnsdóttir, varaformaður og fulltrúi SVÞ í stjórn og framkvæmdastjórn SA, Eimskipafélagi Íslands hf. Egill Jóhannsson, meðstjórnandi , Brimborg ehf.
Guðrún Jóhannesdóttir, meðstjórnandi og fulltrúi SVÞ í stjórn SA, Kokku ehf. Guðrún Aðalsteinsdóttir, meðstjórnandi og fulltrúi SVÞ í stjórn SA, Festi hf. Pálmar Óli Magnússon, meðstjórnandi, Dagar hf. Árni Stefánsson, meðstjórnandi og fulltrúi SVÞ í stjórn SA, Húsasmiðjunni ehf.
Starfsfólk skrifstofu SVÞ
Starfsfólk skrifstofu SVÞ
Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ Kristinn Már Reynisson, lögfræðingur og staðgengill framkvæmdastjóra, fulltrúi SVÞ í stjórn Úrvinnslusjóðs Ragna Vala Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri og verkefnastjóri menntamála SVÞ Íris Hannah Atladóttir, hagfræðingur SVÞ og Bílgreinasambandsins Rúna Magnúsdóttir, markaðs og kynningastjóri SVÞ Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins Eftirfarandi starfsmenn létu af störfum á starfsárinu:
SKRIFSTOFA SVÞ
Borgartún 35, 105 Reykjavík
@svth.is svth@svth.is
Skýrsla stjórnar SVÞ
Tilgangur SVÞ
SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu eru málsvari atvinnurekenda í verslunar- og þjónustufyrirtækjum. Samtökin eru ekki rekin í hagnaðarskyni. SVÞ vinna að almennum, sameiginlegum hagsmunamálum aðildarfyrirtækja og stuðla að framförum í verslun og þjónustu, bættum starfsskilyrðum, aukinni arðsemi og samkeppnishæfni. SVÞ standa fyrir upplýsingamiðlun bæði innan og utan samtakanna um þau málefni er varðar aðildarfyrirtæki þess, auk þess að standa fyrir fræðsludagskrá fyrir félagsmenn. SVÞ þjónusta jafnframt aðildarfyrirtæki á sviði kjaramála í samstarfi við Samtök atvinnulífsins, SA.
Margvísleg þjónusta við félagsfólk
Starfsmenn skrifstofu SVÞ sinna margvíslegri þjónustu við félagsmenn. Þjónustan snýr bæði að einstökum aðildarfyrirtækjum svo og starfsgreinum í heild, allt eftir málefnum hverju sinni. Sérhæfðum málum, eins og lögfræðilegum álitamálum um kjarasamninga, er vísað til lögfræðinga Samtaka atvinnulífsins. Öll þjónusta er innifalin í félagsgjöldum. Bæði fulltrúar aðildarfyrirtækja og starfsmenn skrifstofu SVÞ sitja á hverjum tíma í fjölda ráða, nefnda og stjórna á vettvangi stjórnvalda og atvinnulífsins.
Starfsár SVÞ er milli aðalfunda.
Skýrsla stjórnar SVÞ
framhald
Aðalfundur og ráðstefna 2024
Aðalfundur SVÞ var haldinn hinn 14. mars 2024 í fundarsalnum Hyl í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík.
Dagskrá fundarins var samkvæmt samþykktum. Á fundinum var m.a. gerð grein fyrir úrslitum kosningar meðstjórnenda en Edda Rut Björnsdóttir, Guðrún Aðalsteinsdóttir og Pálmar Óli Magnússon tóku þá sæti í stjórn SVÞ. Fyrir áttu sæti í stjórninni Jón Ólafur Halldórsson, formaður, Egill Jóhannsson, Árni Stefánsson og Guðrún Jóhannesdóttir, meðstjórnendur.
Jafnframt var tilkynnt um tilnefningu SVÞ í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins.
25 ára afmælisráðstefna SVÞ
Tuttugu og fimm ára afmælisráðstefna SVÞ var haldin á Parliament Hóteli við Austurvöll hinn 10. apríl 2024. Þar sem árið var afmælisár SVÞ var meira lagt í ráðstefnuna en vanalega. Að lokinni setningu og hátíðarávarpi gátu gestir valið á milli sextán viðburða sem haldnir voru í fjórum sölum. Yfirskrift ráðstefnunnar var Framtíðin bíður ekki! en umfjöllunarefnin voru framtíð verslunar og þjónustu, mannauður, fjármál og fjárfestingar og sala og markaðsmál. Góður rómur var gerður að ráðstefnunni sem lauk með samkvæmi þar sem boðið var upp á léttar veitingar.
Skýrsla stjórnar SVÞ
framhald
Stjórnarfundir SVÞ
Á rekstrarárinu kom stjórn saman í hverjum mánuði utan júlímánaðar, venju samkvæmt. Skipta má umfjöllunarefnum stjórnar á starfsárinu í tvennt, þ.e. annars vegar málefni sem stjórn tekur reglulega fyrir og hins vegar málefni sem tekin eru fyrir þar sem þörf þykir að aðkomu stjórnar til töku ákvarðana um mikilvæg eða teljast stefnumarkandi fyrir starfsemi samtakanna og skrifstofu þeirra.
Meðal annarra mála hjá stjórn SVÞ
Meðal annarra mála sem stjórn ræddi á rekstrarárinu voru kjaraviðræður, loftslagsvegvísir atvinnulífsins, innhýsing verkefna af hálfu opinberra stofnana, matvælaeftirlit, staða faggildingar, skattlagning ökutækja og eldsneytis, afurðastöðvar í kjötiðnaði, tollar af landbúnaðarvörum, samstarf SVÞ, VR og Landssambands verslunarmanna, kaup, sala og ávöxtun eigna samtakanna, verðbólga og vextir, skattlagning atvinnuhúsnæðis, netverslun með áfengi, fundir með systursamtökum á hinum Norðurlöndunum, ofbeldi og ógnanir gagnvart starfsfólki í verslunum, úrgangsmál fyrirtækja, markaðssetning á íslensku, innflutningur lyfja, staða kvikmyndahúsa, samskipti við nýja ríkisstjórn og stefnuyfirlýsing hennar og neyðarbirgðir vara. Þá hlýddi stjórn á kynningar frá ýmsum aðilum, s.s. frá Samtökum atvinnulífsins og fjármálastofnunum. Meðal reglulegra málefna stjórnar má telja yfirferð og samþykkt rekstraráætlunar komandi árs og fjárhagsuppgjörs liðins árs, samþykkt ársreiknings, yfirferð yfir samkeppnisreglur og samkeppnisstefnu SVÞ, yfirferð, tillögugerð og samþykkt fræðsluáætlana, tilnefningar í nefndir og ráð á vettvangi hins opinbera, val á fulltrúum í stjórn og framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins og umfjöllun um þingmál sem varðað geta hagsmuni aðildarfyrirtækja, þ. á m. þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun ríkisstjórnar og frumvarp til fjárlaga. Þá berast stjórn erindi og kynningar á málefnum faghópa og sérgreinafélaga sem tekin eru til umræðu auk þess sem stjórnarmenn taka mál upp að eigin frumkvæði.
Skýrsla stjórnar SVÞ
framhald
Mál sem stóðu upp úr á rekstrarárinu
Ástæða er til rekja sérstaklega nokkur mál sem má segja að hafi staðið nokkuð upp á árinu.
Eins og margir muna eftir hófst síðasta almanaksár á kjaraviðræðum. Fulltrúar SVÞ í stjórn Samtaka atvinnulífsins komu vel undirbúnir að undirbúningnum enda höfðu fulltrúar SVÞ í fulltrúaráði SA komið saman á vormánuðum 2023 og sett fram áhersluatriði. Eins og tekið var fram í síðustu ársskýrslu var þar lögð áhersla á gerð langtímasamnings, að horft yrði til prósentuhækkana frekar en krónutöluhækkana, ekki yrði samið um frekari styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa þeirra sem hefðu störf í verslun sem aðalstarfs og þeirra sem þar vinna við hlutastörf. Fór svo að sumar áherslurnar náðu fram að ganga en aðrar ekki. Stöðugleikasamningurinn varð að veruleika sem gildir til ársins 2028 þar sem samið var um lægri launahækkanir en oft áður en með verulegri aðkomu hins opinbera að frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar.
Breytingalög nr. 30/2024 um afurðastöðvar í kjötiðnaði
Með samþykkt breytingalaga nr. 30/2024 var afurðastöðvum í kjötiðnaði heimilað að starfa utan veigamikilla ákvæða samkeppnislaga eftir sviptingar á vettvangi Alþingis. Setning laganna vakti verulegar áhyggjur á vettvangi samtakanna þar sem sýnt þótti að í ljósi þeirra kynni jafnvægi í virðiskeðju íslenskra matvæla raskast verulega.
Með dómi héraðsdóms Reykjavíkur í nóvember 2024 misstu lögin sitt. Enn þó óljóst hvað úr verður.
Skýrsla stjórnar SVÞ
framhald
Varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
Eftirlit Skattsins samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka kom reglulega til umræðu. Á borð stjórnar komu sterkar vísbendingar um að eftirlitið seilist of langt og beiti jafnvel aðferðum sem orka tvímælis.
Kílómetragjald
Róttæk áform ríkisstjórnar og frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki voru fyrirferðarmikil frá ágúst til nóvember á starfsárinu. Á endanum fór svo að frumvarpið var ekki afgreitt á Alþingi í aðdraganda Alþingiskosninga sem fóru fram um mánaðarmótin nóvember/desember. Það dúkkaði hins vegar upp að nýju í mars 2025 og er til meðferðar á Alþingi.
Ræktum vitið - Samstarfsverkefni SVÞ, VR & LÍV
Vinna sem unnin hefur verið á grundvelli samnings VR, Landsambands íslenskra verslunarmanna og SVÞ um aukna hæfni og þekkingu starfsfólks í verslun og þjónustu kom oftlega til umræðu á fundum stjórnar á starfsárinu.
Í febrúar 2025 birtist ein afurða vinnunnar almenningi með opnun vefsíðunnar Ræktum vitið. Vinnu á grundvelli samningsins verður fram haldið.
Skýrsla stjórnar SVÞ
framhald
Staða íslenskrar verslunar í alþjóðlegri samkeppni
Staða íslenskrar verslunar í alþjóðlegri samkeppni kom til umræðu á vettvangi stjórnar vorið 2024 og hefur reglulega komið til umfjöllunar. SVÞ tók þátt í að þrýsta á aðgerðir, á vettvangi Eurocommerce, gagnvart framkvæmdastjórn ESB og skipulag fræðslustarfs samtakanna hefur m.a. beinst að því að gera íslenskum verslunum betur fært að takast á við alþjóðlega samkeppni á netinu.
Staða bílgreinarinnar
Staða bílgreinarinnar var rædd oftlega á fundum stjórnar á starfsárinu. Sala bifreiða dróst verulega saman frá fyrra ári með tilheyrandi áskorunum stjórnenda og starfsmanna. Breytingar á skattalögum og umhverfislöggjöf snerta bílgreinina verulega og voru oft rædd. Síðast en ekki síst lét Andrés Magnússon af störfum sem framkvæmdastjóri SVÞ á starfsárinu en í hans stað réð stjórn Benedikt S. Benediktsson, lögfræðing SVÞ, í starf framkvæmdastjóra. Síðar á árinu lét María Jóna Magnúsdóttir af störfum sem framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, starfsgreinafélags innan SVÞ. Benedikt hóf störf 1. september 2024 og hefur unnið náið með stjórn að mótun innri og ytri áherslna samtakanna. Ástæða er til að færa Andrési og Maríu Jónu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf. Andrés starfaði fyrir SVÞ frá árinu 2008 og var honum færður sérstakur þakklætisvottur. Andrés Magnússon lét af störfum sem framkvæmdastjóri SVÞ
Skýrsla stjórnar SVÞ
framhald
Áætlanagerð og rekstraruppgjör
Í tengslum við samþykkt ársreiknings SVÞ 2024 tók stjórn ákvörðun um að gera breytingar á áætlanagerð og rekstraruppgjöri samtakanna og fól framkvæmdastjóra að hrinda breytingunum í framkvæmd samhliða því að nýtt áætlanakerfi væri tekið í notkun.
Nokkur orð um rekstrartap ársins
Að endingu telur stjórn tilefni til að taka fram að nokkrir þættir urðu þess valdandi að rekstrartap varð af starfsemi SVÞ árið 2024. Meðal þeirra eru að fyrrverandi framkvæmdastjóri lauk störfum á árinu og var nýr ráðinn í hans stað. Ráðningunni fylgdi nokkur kostnaður auk þess að um fjögurra mánaða skeið voru tveir framkvæmdastjórar á launaskrá. Í lok ársins lauk framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins störfum og var ákveðið að dreifa störfum hennar á aðra starfsmenn skrifstofu samtakanna. Hagfræðingur SVÞ og Bílgreinasambandsins hóf störf í byrjun desember til að tryggja þekkingaryfirfærslu og því voru starfsmenn þann mánuðinn fleiri en ella. Einn starfsmaður skrifstofunnar slasaðist á haustmánuðum og því keyptu samtökin óvanalega mikla þjónustu verktaka. Að auki voru gjaldfærðar orlofsskuldbindingar óvenjuháar, vegna fjölda starfsmanna á launaskrá, og uppsafnaðra réttinda. Á fyrsta ársfjórðungi 2025 var hluti orlofsréttindanna gerður upp og hluti sætti fyrningu og er orlofsstaða því í góðu horfi um þessar mundir. Á aðalfundi SVÞ 2024 var einnig ákveðið að veita aðildarfyrirtækjum 3% afslátt af félagsgjöldum 2024 í ljósi góðrar afkomu og því voru rekstrartekjur lægri en ella. Skýringarnar eru fleiri og verður gerð ítarlega grein gerð fyrir þeim á aðalfundi SVÞ 2025. Þrátt fyrir framangreint skilaði rekstur samtakanna rúmlega 3,3 millj. kr. hagnaði á rekstrarárinu og á sú niðurstaða rót sína að rekja til ágætrar ávöxtunar eigna samtakanna. Fjárhagsstaða samtakanna er áfram mjög sterk.
ÁRSREIKNINGUR SVÞ 2024
SMELLTU HÉR!
Fyrirtækjahópar innan SVÞ Þar sem fjöldi aðildarfyrirtækja SVÞ er töluverður og samsetning þeirra fjölbreytt er örðugt að skipta þeim niður í flokka eftir hreinum línum. Sumir fyrirtækjahópar búa við þá stöðu að fyrirsvarsmönnum þeirra er erfitt eða jafnvel ómögulegt að hittast eða eiga í öðrum samskiptum og það hentar þeim illa að taka þátt í skipulögðu starfi. Í sumum tilvikum er rekstur fyrirtækja svo annasamur að þeim reynist erfitt að stunda reglulegt félagsstarf og þeim hentugra að eiga í beinum samskipum við skrifstofu SVÞ vegna sinna hugðarefna. Stakkur er sniðinn eftir vexti. Samsetning aðildarfyrirtækja SVÞ er fjölbreytt Í samræmi við ákvæði samþykkta SVÞ er aðildarfyrirtækjum heimilt að starfrækja sérgreinafélög eða hagsmunahópa innan SVÞ en slík félög og hópar njóta aðstoðar skrifstofu SVÞ og nýta sér aðstöðu í Húsi atvinnulífsins til funda. Starfsemi slíkra félaga og hópa er misjafnlega virk eftir aðstæðum, sumir funda reglulega en aðrir þegar tilefni vaknar. Sérgreinafélög og hagsmunahópar innan SVÞ
Á fjórða ársfjórðungi voru Samtök lyfjaheildsala stofnuð innan SVÞ.
Fleiri hópar eru til staðar en starfsemi þeirra var í lágmarki en var áður með nokkrum blóma, þ.e. hagsmunahópur bókhaldsstofa, hópur um lausasölulyf, hópur um opinber innkaup, samtök ökuskóla og hópur um stafræn viðskipti.
Á STARFSÁRINU VORU EFTIRFARANDI FÉLÖG OG HÓPAR STARFANDI INNAN SVÞ:
LYFSÖLUHÓPUR SAMTÖK HEILBRIGÐISFYRIRTÆKJA SJÁLFSTÆÐIR SKÓLAR ÖRYGGISHÓPUR
BÍLGREINASAMBANDIÐ FAGGILDINGARHÓPUR FLUTNINGASVIÐ HÓPUR VÁTRYGGINGAMIÐLARA
ALMENN VERKEFNI
Rannsóknir og greiningar Rannsóknasetur verslunarinnar
Breytingar á aðgengi gagna
Þróun smásöluverslunar
Að sinni er Rannsóknarsetur verslunarinnar (RSV) hýst á skrifstofu SVÞ. Á vormánuðum 2024 hætti RSV að fá gögn frá einum af stærstu færsluhirðunum á Íslenskum markaði sem olli því að ekki hefur reynst mögulegt að birta sundurliðun kortaveltugagna. Nýr forstöðumaður RSV ásamt stjórn RSV hefur lagt mikla vinnu í að reyna fá þann færsluhirði aftur til samstarfs ásamt nýjum aðilum á þessum markaði. Einnig hefur verið reynt að fá Seðlabanka Íslands að borðinu til gagnaveitingar en bankinn hefur neitað þeim umleitunum. Mikilvægt er að íslensk verslunar- og þjónustufyrirtæki þrýsti á sína færsluhirða um samstarf til þess að tryggja áfram aðgengi að þessum mikilvægu upplýsingum.
Á tveggja mánaða fresti gefur RSV út vísitölu smásöluverslunar. Vísitalan sýnir þróun í veltu fyrirtækja í ýmsum greinum smásölu á milli vsk tímabila. Vísitalan er veltuvísitala fyrir ólíkar greinar innlendrar smásölu og mælir þróun á heildarsöluverðmæti vöru án virðisaukaskatts innan þeirra greina smásölu sem hún nær til. Tilgangurinn er tvíþættur, annars vegar að gefa fyrstu vísbendingar um þróun neyslu innanlands og hins vegar að lýsa rekstrarskilyrðum verslana hérlendis. Aðgang að smásöluvísitölu RSV má nálgast í gegnum innri vef RSV, www.veltan.is
RANNSÓKNIR OG TÖLFRÆÐI ÚRVINNSLA
LYKILHLUTVERK UPPLÝSINGAVEITA
RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR
MARKMIÐ RSV
Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) annast rannsóknir og tölfræðiúrvinnslu fyrir verslunar og þjónustufyrirtæki á Íslandi með þeim tilgangi að auka samkeppnishæfi verslunar og þjónustu.
Rannsóknasetrið gegnir lykilhlutverki sem upplýsingaveita um vísitölur og aðra tölfræði sem stjórnendur í verslun og þjónustu þurfa á að halda í ákvarðanatöku í daglegri stjórnun og stefnumótunar til lengri tíma.
Markmið RSV er að hafa allar upplýsingar er varða verslun og þjónustu í landinu aðgengilegar á einum stað.
Allar tölfræðiupplýsingar á einum stað hjá RSV
Rannsóknir og greiningar /2 Rannsóknasetur verslunarinnar
30%
Erlend netverslun
Þróun hrávöruverðs
RSV birtir mánaðarlega upplýsingar um erlenda netverslun Íslendinga. Gögnin eru brotin niður á tímabil, upprunaland og vöruflokka. Erlend netverslun á árinu 2024 nam ríflega 32,6 milljörðum sem er rúmlega 30% hækkun frá árinu áður.
Mánaðarlega gefur RSV út vísitölu hrávöruverðs. Vísitalan sýnir þróun í verði ólíkra hrávara milli tímabila í íslenskum krónum. Sveiflur í hrávöruverði hafa mikil áhrif á íslensk verslunarfyrirtæki og gefur birting vísitölunnar fyrirtækjum gagnlegar upplýsingar um mögulega þróun innkaupsverða hráefna. Miklar hækkanir hafa m.a. sést í verði á kaffi, kakói, appelsínum og nautakjöti.
Aðgang að erlendum netverslunartölum RSV má nálgast í gegnum innri vef RSV, www.veltan.is
Aðgang að hrávöruverðsvísitölu RSV má nálgast í gegnum innri vef RSV, www.veltan.is
RANNSÓKNIR OG TÖLFRÆÐI ÚRVINNSLA
LYKILHLUTVERK UPPLÝSINGAVEITA
RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR
MARKMIÐ RSV
Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) annast rannsóknir og tölfræðiúrvinnslu fyrir verslunar og þjónustufyrirtæki á Íslandi með þeim tilgangi að auka samkeppnishæfi verslunar og þjónustu.
Rannsóknasetrið gegnir lykilhlutverki sem upplýsingaveita um vísitölur og aðra tölfræði sem stjórnendur í verslun og þjónustu þurfa á að halda í ákvarðanatöku í daglegri stjórnun og stefnumótunar til lengri tíma.
Markmið RSV er að hafa allar upplýsingar er varða verslun og þjónustu í landinu aðgengilegar á einum stað.
Allar tölfræðiupplýsingar á einum stað hjá RSV
MENNTAMÁL
Menntamál SVÞ 2024-2025
Menntamál hafa verið áberandi á vettvangi stjórnar SVÞ á starfsárinu enda er sá málaflokkur að verða sífellt mikilvægari í öllu starfi hagsmunaaðila fyrir atvinnulífið. Íslensk verslun er ein stærsta atvinnugrein landsins og standa frammi fyrir örum breytingum, alþjóðlegri samkeppni, landamæralausri netverslun, stafrænum umbreytingum og breyttum þörfum neytenda sem setur auknar kröfur á fyrirtæki og starfsfólk. Þörfin fyrir aukna menntun og þjálfun starfsfólks í verslun og þjónustu til að mæta þessum áskorunum hefur aldrei verið meiri. Menntamál áberandi á vettvangi stjórnar SVÞ
Námsframboð
Að loknu diplómanámi geta nemendur haldið áfram námi til BS-gráðu í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst eða Háskólann í Reykjavík, þar sem einingar úr diplómanáminu eru metnar til framhaldsnáms. Það hafa 96 skráð sig í námið og 87 lokið einingum. Það eru c.a. 3–4 að klára á hverri önn og í heildina hafa 29 útskriftast. Núna eru 11 í diploma náminu. Það eru miklar sveiflur í innritunum milli ára. Almenn ánægja er með námið og nemendum finnst það gagnast sér í sínu starfi. Bifröst eru alltaf með rýnihópa á hverri önn með nemendum.
Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun er tveggja ára, 60 ECTS eininga fjarnám, hannað fyrir verslunarstjóra og einstaklinga með reynslu í verslun. Námið er samstarfsverkefni Háskólans á Bifröst og Háskólans í Reykjavík, með stuðningi VR, Samtaka verslunar og þjónustu, Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks og Starfsmenntasjóðs verslunarinnar. Markmið þess er að veita nemendum tækifæri til að styrkja sig í starfi með því að bæta við menntun og hæfni á sviði verslunarstjórnunar. Námið er sveigjanlegt og hægt að stunda með vinnu. Kennslan fer fram í fjarnámi með staðlotum, þar sem hver áfangi stendur yfir í sjö vikur og samanstendur af fyrirlestrum, umræðutímum, verkefnavinnu, gestafyrirlestrum og vinnustofum.
Menntamál framhald
BS í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun í verslun og þjónustu er ný námslína á Bifröst sem hefst haustið 2025. Verslun er ein stærsta atvinnugrein landsins, þrátt fyrir mikilvægi er hún oft vanmetin og skortir bæði jákvæða ímynd og viðurkenningu. Með því að bjóða upp á sérhæft nám er hægt að mæta þessari þörf, styrkja ímynd greinarinnar, draga fram fjölbreytt tækifæri sem störf í verslun og þjónustu bjóða upp á og skapa nýja kynslóð leiðtoga í greininni. Markmið BS í stjórnun á sviði verslunar og þjónustu
Þrátt fyrir aukna aðsókn hefur verið ákveðið að halda einum bekk á ári, með 25-27 nemendum. Nú eru 26 nemendur á fyrsta ári, jafnmargir á öðru ári, og 27 nemendur útskrifast í vor. Fleiri umsækjendur hafa sótt um en komust að. Nemendur eru mjög ánægðir með námið, sérstaklega með vinnustaðanámið á þriðja ári. Margir hafa valið þessa námslínu einmitt vegna vinnustaðanámsins og sjá alls ekki eftir því. Bekkurinn hefur sterkan félags- og námsanda. Undanfarin ár hefur námið verið í samstarfi við fjögur fyrirtæki: Nova, Aha, Þjóðleikhúsið og Samkaup.
námsins er að efla hæfni og sérhæfingu starfsfólks í verslunar- og þjónustugreinum með áherslu á hagnýta þekkingu og færni.
Áform eru um að fjölga samstarfsfyrirtækjum í fimm á næstunni.
Verslunarskóli Íslands Stafræn viðskiptalína er nýleg námslína á framhaldsskólastigi við Verslunarskóla Íslands sem hóf göngu sína haustið 2019. Unnið var að skipulagi námsins að frumkvæði SVÞ í samstarfi við Verslunarskólann, VR og Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks. Sérstaða námslínunnar er mikil þar sem í fyrsta skipti er boðið upp á vinnustaðanám sem hluta af námi til stúdentsprófs. Árið 2022 var fyrsti árgangurinn sem útskrifaðist en þá útskrifuðust 22 nemendur. Tuttugu og tveir nemendur útskrifuðust vorið 2023 og 23 nemendur árið 2024.
Menntamál framhald
Fagnám verslunarinnar
Áttin - sameiginlegt verkefni atvinnurekenda og launafólks á almennum vinnumarkaði 10 ára
Fagnámi verslunarinnar er nám á framhaldsskólastigi ætlað starfsfólki í verslun sem einnig er hýst í Verslunarskóla Íslands. Námið er 90 einingar og er blanda af fjarnámi og vinnustaðanámi í fyrirtækjunum. Umsækjendum stendur til boða að fara í raunfærnimat hjá Mími þar sem kunnátta og hæfni hvers og eins er metin til eininga á móti kenndum áföngum. Þannig fá einstaklingar með starfsreynslu og hæfni slíkt metið til eininga og styttingar á námi sínu. Markmið námsins, er meðal annars að nemendur auki þekkingu sína og færni á vinnustað, þjálfist í að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og geti stýrt verkefnum í verslun í samræmi við skipulag og áætlan. Eftirfarandi fyrirtæki eru samstarfsaðilar í dag. BL, Brimborg, Byko, Dominos, ELKO, Húsasmiðjan, Jysk, Kids Coolshop, Krónan, Nova, Samkaup, Lyfja og Rönning. 68 nemendur skráðir í námið Alls eru 68 nemendur skráðir í námið, þar af eru 34 virkir á vorönn 2025. Gert er ráð fyrir að þrír nemendur ljúki fagnáminu nú í vor, þó sú tala gæti breyst. Þeir hafa hafið lokaverkefni sín, sem tengjast þjónustu og samskiptum, og starfa hjá Samkaupum og Húsasmiðjunni. Frá upphafi hafa 126 nemendur innritast í fagnámið: 68 eru virkir, 22 hafa útskrifast og 34 hafa tekið sér hlé en hyggjast snúa aftur þegar aðstæður leyfa.
Áttin, sameiginlegt verkefni atvinnurekenda og launafólks á almennum vinnumarkaði, fagnar 10 ára afmæli í ár. Starfsmenntasjóðirnir, sem standa að Áttinni, halda upp á 25 ára afmæli sitt á þessu ári. Þessum tímamótum var fagnað á Menntadegi atvinnulífsins 11. febrúar 2025, þar sem starfsmenntasjóðunum var gert hátt undir höfði og sérstakt myndband frumsýnt í tilefni dagsins. Fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins geta nú sótt um fræðslu- og starfsmenntastyrki í marga sjóði með einni umsókn í gegnum Áttina. Þetta einfalda umsóknarferli gerir fyrirtækjum með fjölbreyttan starfsmannahóp, sem greiðir til mismunandi stéttarfélaga, kleift að tengja eina umsókn við marga sjóði. Starfsmenntasjóðirnir sem standa að Áttinni eru: IÐAN fræðslusetur, Landsmennt, Menntasjóður STF, Rafmennt, Starfsafl, Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks, Starfsmenntasjóður verslunarinnar og Sjómennt. Saman ná þessir sjóðir til um 110-120 þúsund starfsmanna á almennum vinnumarkaði, eða um 75-80% starfsmanna á þeim markaði.
Auk þess hafa fimm nemendur útskrifast með stúdentspróf (200 einingar) og einn með stúdentspróf án fagnáms.
Menntanefnd Samtaka atvinnulífsins Innan Húss atvinnulífsins er starfrækt menntanefnd sem er skipuð fulltrúum frá SA og öllum aðildarsamtökum. Nefndin fundar reglulega og fer yfir helstu mál hverju sinni, áherslur og verkefni.
Menntadagur atvinnulífsins
Menntadagur atvinnulífsins er haldinn árlega og ber menntanefndin ábyrgð á honum, heldur utan um skipulag og framkvæmd. Menntadagur atvinnulífsins 2025 fór fram á Hilton 11. febrúar undir yfirskriftinni – Störf á tímamótum? Á deginum var 25 ára afmæli starfsmenntasjóðanna fagnað. Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks, Landsmennt og Starfsafl voru stofnaðir í kjölfar kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins árið 2000. Þeir hafa síðastliðin 25 ár aukið starfshæfni og menntunarstig starfsfólks á almennum vinnumarkaði og bætt samkeppnishæfni fyrirtækja. Staða menntunar var rædd í arinspjalli við forseta Íslands og Menntaverðlaun atvinnulífsins afhent. Eftir að formlegri athöfn lauk stóð fólki til boða að taka þátt í tveimur lotum af áhugaverðum málstofum, samtals 6 málstofur. Vakti þessi nýjung á Menntadeginum mikla ánægju. Einnig var boðið upp á Menntatorg, þar sem fyrirtæki í fræðslu- og menntamálum kynntu starfsemi sína. Á fundinum voru uppfærðar niðurstöður úr könnun Gallup á eftirsprun eftir vinnuafli þvert á atvinnugreinar í því augnamiði að skilgreina nauðsynlegar aðgerðir svo vinnualfsskortur hamli ekki vexti í atvinnulífinu.
Menntanefndin vinnur að fjölbreyttum verkefnum tengdum menntun, fræðslu og mannauðsmálum. Á síðustu árum hefur hún staðið fyrir röð morgunverðarfunda um þessi málefni. Þó ekki hafi verið lögð sérstök áhersla á slíka fundi á þessu ári, stendur til að endurvekja þá á vormánuðum.
Menntamál framhald
Þátttaka í nefndum og starfshópum
Aðkoma samtakanna að fræðslu- og menntamálum er fjölbreytt og felst meðal annars í þátttöku fulltrúa í ráðum og nefndum sem vinna að þróun menntunar og fræðslu. Einnig styðja samtökin ýmis verkefni á þessu sviði. Eftirfarandi eru dæmi um verkefni sem þau taka þátt í: Stýrihópur um námsbrautir í framhaldsskólum – Unnið í samstarfi við Verslunarskóla Íslands til að þróa tvær námsbrautir á framhaldsskólastigi. Samráðshópur um nám fullorðinna – Hópurinn var skipaður til fjögurra ára og samanstendur af fulltrúum frá helstu hagsmunaaðilum, þar á meðal atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, ASÍ, SA, BHM, sveitarfélögum, Menntamálastofnun, Vinnumálastofnun og fleiri stofnunum sem sinna fullorðinsfræðslu. Verkefnahópur um úrbætur fyrir útskrifaða af starfsbrautum – Starfar í umboði mennta- og menningarmálaráðuneytisins og vinnur að úrbótum í menntun, hæfingu, atvinnu og tómstundum fyrir nemendur sem lokið hafa námi á starfsbrautum framhaldsskóla. Starfsgreinaráð verslunar- og skrifstofufólks – Hefur umsjón með þróun menntunar og fræðslu fyrir störf í skrifstofu- og verslunargreinum. Starfsgreinaráð samgöngu-, farartækja- og flutningagreina – Vinnur að mennta- og fræðslumálum í þessum atvinnugreinum. Samtökin leggja þannig sitt af mörkum til að styrkja menntun, fræðslu og færniþróun á vinnumarkaði með markvissri stefnumótun og samstarfi við lykilaðila í atvinnulífi og menntakerfi.
Menntamál framhald
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) skipulagði og stóð fyrir námsferð til Svíþjóðar dagana 21.–24. október, þar sem sjónum var beint að umgjörð og útfærslum hæfniþróunar fullorðinna og raunfærnimats. Fulltrúum hagsmunaaðila var boðið að taka þátt í ferðinni ásamt FA, með það að markmiði að efla samtal, samstarf og þróun á vettvangi framhaldsfræðslu. SVÞ átti einnig fulltrúa í ferðinni og fór Ragna Vala Kjartansdóttir, skrifstofustjóri og menntafulltrúi samtakanna, fyrir þeirra hönd. Ferðin hafði það að meginmarkmiði að veita innsýn í hvernig sænsk stjórnvöld og aðilar atvinnulífsins vinna saman að því að gera vinnumarkaðinn sveigjanlegri og samkeppnishæfari til framtíðar. Jafnframt var lögð áhersla á að kynnast heildarstefnu sænskra stjórnvalda í sí- og endurmenntun (re- and upskilling), með sérstaka áherslu á markhóp framhaldsfræðslunnar. Þá var einnig skoðað hvernig einstakar starfsgreinar nýta raunfærnimat í samstarfi við þjónustu- og fræðsluaðila, sem og stéttarfélög, til að styðja fjölbreyttan hóp starfsfólks. Fræðsluferð um hæfniþróun og raunfærnimat
Á fundunum kom skýrt fram að ein helsta áskorun sænskra fyrirtækja er skortur á hæfu starfsfólki (skills shortages), þar sem 8 af hverjum 10 fyrirtækjum eiga erfitt með að ráða fólk með viðeigandi hæfni. Sérstaklega skortir fólk með starfsmenntun og stafræna hæfni. Til að mæta þessari áskorun eru starfsnámsleiðir þróaðar í nánu samstarfi við hagaðila og miðlað með sveigjanlegum hætti, bæði innan skólastofnana og á vinnustöðum. Ennfremur er lögð rík áhersla á að greina framtíðarþörf fyrir hæfni í samráði við hagaðila í hverri starfsgrein, til að tryggja að menntun og þjálfun samræmist þörfum vinnumarkaðarins.
ALMENN HAGSMUNAGÆSLA
Almenn hagsmunagæsla
45 hagsmunamál aðildarfyrirtækja
Á starfsárinu sendu SVÞ Alþingi, ráðuneytum, stofnunum og sveitarfélögum umsagnir um 45 mál sem vörðuðu hagsmuni aðildarfyrirtækja með einum eða öðrum hætti. Stærsti hluti umsagnanna var unnin með aðstoð lögfræðings samtakanna en treyst var á innsæi aðildarfyrirtækjanna í veigamiklum atriðum.
Meðal mála og málefna sem fjallað var um á starfsárinu:
Breytingar á lögum um opinber innkaup Breytingar á lögum um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka Breytingar á húsaleigulögum Frumvarp til nýrra sóttvarnalaga Frumvarp til laga um rýni á erlendum fjárfestingum Breytingar á hafnalögum Breytingar á ákvæðum laga um lögveð í öktækjum Breytingar á lögum um Úrvinnslugjald Þingsályktunartillögu um stefnu í neytendamálum
Breytingar á reglugerð um vottorð, faglegar yfirlýsingar og skýrslur Breytingar á reglugerð um skoðun ökutækja Drög að frumvarpi til laga um sjúklingatryggingu Frumvarp til laga um rekstraröryggi greiðslumiðlunar Áform, frumvarpsdrög og frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki
Áform um breytingar á lögum um meðferð sakamála Breytingar á reglugerð um lyfsöluleyfi og lyfjabúðir Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum Frumvarp til fjárlaga 2025
Drög að reglugerð um iðgjald sjúklingatryggingar Tillögur starfshóps um fasteignaviðskipti Stöðumat á lyfjafræðilegri þjónustu Ósk ríkisstjórnarinnar um hagræðingartillögur Endurskoðun fyrirkomulags eftirlits Breytingar á reglugerð um greiðsluþátttöku sjúklinga í lyfjakostnaði Breytingar á lyfjalögum
Breytingar á lögum um landlækni og lýðheilsu Breytingar á lögum um sjúkraskrár Frumvarp til laga um ýmsar breytingar á skattalögum Drög að breytingum á reglugerð um samhliða innflutning lyfja Drög að reglugerð um upplýsingaskyldu rekstraraðila í heilbrigðisþjónustu
Lögfræðisvið
Lagaleg ráðgjöf á breiðu sviði
Á starfsárinu veitti skrifstofa SVÞ aðildarfyrirtækjum lagalega ráðgjöf á breiðu sviði. Fátt er lögfræðingi SVÞ óviðkomandi ef vinnumarkaðsréttur er frá talinn en vinnumarkaðssvið SA aðstoðar aðildarfyrirtæki í slíkum málum.
Meðal þeirra mála sem lögfræðingur SVÞ kom að á starfsárinu eru eftirfarandi:
Meðal mála lögfræðings SVÞ á starfsárinu
Samningsákvæði um umreikning erlendra gjaldmiðla í íslenskar krónur Virðisaukaskattsskylda vegna varahluta og viðgerða Tilkynningafrestir vegna galla á ökutækjum Ráðgjöf vegna vinnslu andsvara til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Túlkun ákvæða lyfjalaga um hæfiskröfur handhafa lyfsöluleyfis Túlkun ákvæða um áhættuflokkun m.t.t. sjúklingatryggingar Upplýsingagjöf um stöðu skulda í ljósi greiðslustöðvunar Greining á lagareglum um ljósker á bifreiðum Ritun blaðagreina um lagalega hagsmuni aðildarfyrirtækja Gerð erinda vegna þátttöku hins opinbera í alþjóðlegu samstarfi um vörukaup
Túlkun lagaákvæða um rétt opinberra stofnana til endurgreiðslu virðisaukaskatts Gerða beiðnar um frestun réttaráhrifa stjórnvaldsákvörðunar Álitsveiting vegna samninga um birtingu vefauglýsinga Aðstoð við kærur til sjálfstæðra úrskurðarnefnda á stjórnsýslustigi Aðstoð við gerð skilmála í verslunarviðskiptum Samskipti við opinbera eftirlitsstofnun vegna flokkunar vöru sem lækningartækis Túlkun ákvæða laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka Gerð erindis um virðisaukaskatt af sendibifreiðum til útleigu Túlkun ákvæða reglugerðar um öryggi leikvallasvæða og leiksvæða Gerð erindis um stofn löggildingargjalds Yfirlestur verksamnings um þrif og ræstingu Gerð greinargerðar vegna máls á vettvangi kærunefndar útboðsmála Túlkun ákvæðis ársreikningalaga Túlkun ákvæða Evrópugerðar um Evrópskar loftslagsheimildir Ritun erindis vegna breytinga á reglum um öryggis- og áhættugreiningu vegna millilandaflutninga
Rýni skýrslu erlendrar ráðgjafarstofu um hafnarmál Ráðgjöf vegna opinberrar birtingar tölvupóstsamskipta
Lögfræðisvið
framhald
Meðal mála lögfræðings SVÞ á starfsárinu
Gerð athugasemda varnaraðila í máli fyrir úrskurðarnefnd bílgreina Túlkun ákvæða Evrópugerðar um merkingar á drifrafhlöðum í ökutækjum Aðstoð við gerð kröfubréfa Aðstoð við gerð beiðna um breytingar á stjórnvaldsfyrirmælum Aðstoð við gerð beiðna um framlengingu bráðabirgðaákvæða laga Ráðgjöf vegna breytinga á reglugerð um endurgreiðslur virðisaukaskatts til ferðamanna Túlkun útboðsskilmála Ráðgjöf vegna beiðnar um aðgang að persónuupplýsingum Ráðgjöf vegna gerðar þjónustusamninga Gerð endurupptökubeiðni á stjórnsýslustigi Gerð fréttatilkynningar vegna ásakana um brot gegn samkeppnislögum
Fræðslunámskeið um neytendalöggjöf Gerð erindis um höfnun kröfu Ráðgjöf vegna beiðnar um bindandi álit á sviði skattamála Ráðgjöf vegna ákvæða póstlaga Aðstoð við gerð andsvara vegna fyrirhugaðrar ákvörðunar HMS Álitsgjöf vegna túlkunar ákvæða laga um rafrettur og nikótínvörur Yfirlestur upplýsingabeiðna á grundvelli upplýsingalaga Ritun erinda til samkeppniseftirlitsins Gerð fyrirspurnar á sviði löggjafar um sjúkraskrár Rýni kaupsamninga Yfirlestur neytendaskilmála Ritun erinda vegna stærðar og þyngdar bifreiða
Page 1 Page 2 Page 3 Page 4 Page 5 Page 6 Page 7 Page 8 Page 9 Page 10 Page 11 Page 12 Page 13 Page 14 Page 15 Page 16 Page 17 Page 18 Page 19 Page 20 Page 21 Page 22 Page 23 Page 24 Page 25 Page 26 Page 27 Page 28 Page 29 Page 30 Page 31 Page 32Powered by FlippingBook