ÁRSSKÝRSLA SVÞ STARFSÁRIÐ 2024-2025 .pdf

Skýrsla stjórnar SVÞ

framhald

Aðalfundur og ráðstefna 2024

Aðalfundur SVÞ var haldinn hinn 14. mars 2024 í fundarsalnum Hyl í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík.

Dagskrá fundarins var samkvæmt samþykktum. Á fundinum var m.a. gerð grein fyrir úrslitum kosningar meðstjórnenda en Edda Rut Björnsdóttir, Guðrún Aðalsteinsdóttir og Pálmar Óli Magnússon tóku þá sæti í stjórn SVÞ. Fyrir áttu sæti í stjórninni Jón Ólafur Halldórsson, formaður, Egill Jóhannsson, Árni Stefánsson og Guðrún Jóhannesdóttir, meðstjórnendur.

Jafnframt var tilkynnt um tilnefningu SVÞ í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins.

25 ára afmælisráðstefna SVÞ

Tuttugu og fimm ára afmælisráðstefna SVÞ var haldin á Parliament Hóteli við Austurvöll hinn 10. apríl 2024. Þar sem árið var afmælisár SVÞ var meira lagt í ráðstefnuna en vanalega. Að lokinni setningu og hátíðarávarpi gátu gestir valið á milli sextán viðburða sem haldnir voru í fjórum sölum. Yfirskrift ráðstefnunnar var Framtíðin bíður ekki! en umfjöllunarefnin voru framtíð verslunar og þjónustu, mannauður, fjármál og fjárfestingar og sala og markaðsmál. Góður rómur var gerður að ráðstefnunni sem lauk með samkvæmi þar sem boðið var upp á léttar veitingar.

Powered by