ÁRSSKÝRSLA SVÞ STARFSÁRIÐ 2024-2025 .pdf

Skýrsla stjórnar SVÞ

framhald

Stjórnarfundir SVÞ

Á rekstrarárinu kom stjórn saman í hverjum mánuði utan júlímánaðar, venju samkvæmt. Skipta má umfjöllunarefnum stjórnar á starfsárinu í tvennt, þ.e. annars vegar málefni sem stjórn tekur reglulega fyrir og hins vegar málefni sem tekin eru fyrir þar sem þörf þykir að aðkomu stjórnar til töku ákvarðana um mikilvæg eða teljast stefnumarkandi fyrir starfsemi samtakanna og skrifstofu þeirra.

Meðal annarra mála hjá stjórn SVÞ

Meðal annarra mála sem stjórn ræddi á rekstrarárinu voru kjaraviðræður, loftslagsvegvísir atvinnulífsins, innhýsing verkefna af hálfu opinberra stofnana, matvælaeftirlit, staða faggildingar, skattlagning ökutækja og eldsneytis, afurðastöðvar í kjötiðnaði, tollar af landbúnaðarvörum, samstarf SVÞ, VR og Landssambands verslunarmanna, kaup, sala og ávöxtun eigna samtakanna, verðbólga og vextir, skattlagning atvinnuhúsnæðis, netverslun með áfengi, fundir með systursamtökum á hinum Norðurlöndunum, ofbeldi og ógnanir gagnvart starfsfólki í verslunum, úrgangsmál fyrirtækja, markaðssetning á íslensku, innflutningur lyfja, staða kvikmyndahúsa, samskipti við nýja ríkisstjórn og stefnuyfirlýsing hennar og neyðarbirgðir vara. Þá hlýddi stjórn á kynningar frá ýmsum aðilum, s.s. frá Samtökum atvinnulífsins og fjármálastofnunum. Meðal reglulegra málefna stjórnar má telja yfirferð og samþykkt rekstraráætlunar komandi árs og fjárhagsuppgjörs liðins árs, samþykkt ársreiknings, yfirferð yfir samkeppnisreglur og samkeppnisstefnu SVÞ, yfirferð, tillögugerð og samþykkt fræðsluáætlana, tilnefningar í nefndir og ráð á vettvangi hins opinbera, val á fulltrúum í stjórn og framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins og umfjöllun um þingmál sem varðað geta hagsmuni aðildarfyrirtækja, þ. á m. þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun ríkisstjórnar og frumvarp til fjárlaga. Þá berast stjórn erindi og kynningar á málefnum faghópa og sérgreinafélaga sem tekin eru til umræðu auk þess sem stjórnarmenn taka mál upp að eigin frumkvæði.

Powered by