ÁRSSKÝRSLA SVÞ STARFSÁRIÐ 2024-2025 .pdf

Skýrsla stjórnar SVÞ

framhald

Mál sem stóðu upp úr á rekstrarárinu

Ástæða er til rekja sérstaklega nokkur mál sem má segja að hafi staðið nokkuð upp á árinu.

Eins og margir muna eftir hófst síðasta almanaksár á kjaraviðræðum. Fulltrúar SVÞ í stjórn Samtaka atvinnulífsins komu vel undirbúnir að undirbúningnum enda höfðu fulltrúar SVÞ í fulltrúaráði SA komið saman á vormánuðum 2023 og sett fram áhersluatriði. Eins og tekið var fram í síðustu ársskýrslu var þar lögð áhersla á gerð langtímasamnings, að horft yrði til prósentuhækkana frekar en krónutöluhækkana, ekki yrði samið um frekari styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa þeirra sem hefðu störf í verslun sem aðalstarfs og þeirra sem þar vinna við hlutastörf. Fór svo að sumar áherslurnar náðu fram að ganga en aðrar ekki. Stöðugleikasamningurinn varð að veruleika sem gildir til ársins 2028 þar sem samið var um lægri launahækkanir en oft áður en með verulegri aðkomu hins opinbera að frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar.

Breytingalög nr. 30/2024 um afurðastöðvar í kjötiðnaði

Með samþykkt breytingalaga nr. 30/2024 var afurðastöðvum í kjötiðnaði heimilað að starfa utan veigamikilla ákvæða samkeppnislaga eftir sviptingar á vettvangi Alþingis. Setning laganna vakti verulegar áhyggjur á vettvangi samtakanna þar sem sýnt þótti að í ljósi þeirra kynni jafnvægi í virðiskeðju íslenskra matvæla raskast verulega.

Með dómi héraðsdóms Reykjavíkur í nóvember 2024 misstu lögin sitt. Enn þó óljóst hvað úr verður.

Powered by