ÁRSSKÝRSLA SVÞ STARFSÁRIÐ 2024-2025 .pdf

Skýrsla stjórnar SVÞ

framhald

Varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Eftirlit Skattsins samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka kom reglulega til umræðu. Á borð stjórnar komu sterkar vísbendingar um að eftirlitið seilist of langt og beiti jafnvel aðferðum sem orka tvímælis.

Kílómetragjald

Róttæk áform ríkisstjórnar og frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki voru fyrirferðarmikil frá ágúst til nóvember á starfsárinu. Á endanum fór svo að frumvarpið var ekki afgreitt á Alþingi í aðdraganda Alþingiskosninga sem fóru fram um mánaðarmótin nóvember/desember. Það dúkkaði hins vegar upp að nýju í mars 2025 og er til meðferðar á Alþingi.

Ræktum vitið - Samstarfsverkefni SVÞ, VR & LÍV

Vinna sem unnin hefur verið á grundvelli samnings VR, Landsambands íslenskra verslunarmanna og SVÞ um aukna hæfni og þekkingu starfsfólks í verslun og þjónustu kom oftlega til umræðu á fundum stjórnar á starfsárinu.

Í febrúar 2025 birtist ein afurða vinnunnar almenningi með opnun vefsíðunnar Ræktum vitið. Vinnu á grundvelli samningsins verður fram haldið.

Powered by