Skýrsla stjórnar SVÞ
framhald
Staða íslenskrar verslunar í alþjóðlegri samkeppni
Staða íslenskrar verslunar í alþjóðlegri samkeppni kom til umræðu á vettvangi stjórnar vorið 2024 og hefur reglulega komið til umfjöllunar. SVÞ tók þátt í að þrýsta á aðgerðir, á vettvangi Eurocommerce, gagnvart framkvæmdastjórn ESB og skipulag fræðslustarfs samtakanna hefur m.a. beinst að því að gera íslenskum verslunum betur fært að takast á við alþjóðlega samkeppni á netinu.
Staða bílgreinarinnar
Staða bílgreinarinnar var rædd oftlega á fundum stjórnar á starfsárinu. Sala bifreiða dróst verulega saman frá fyrra ári með tilheyrandi áskorunum stjórnenda og starfsmanna. Breytingar á skattalögum og umhverfislöggjöf snerta bílgreinina verulega og voru oft rædd. Síðast en ekki síst lét Andrés Magnússon af störfum sem framkvæmdastjóri SVÞ á starfsárinu en í hans stað réð stjórn Benedikt S. Benediktsson, lögfræðing SVÞ, í starf framkvæmdastjóra. Síðar á árinu lét María Jóna Magnúsdóttir af störfum sem framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, starfsgreinafélags innan SVÞ. Benedikt hóf störf 1. september 2024 og hefur unnið náið með stjórn að mótun innri og ytri áherslna samtakanna. Ástæða er til að færa Andrési og Maríu Jónu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf. Andrés starfaði fyrir SVÞ frá árinu 2008 og var honum færður sérstakur þakklætisvottur. Andrés Magnússon lét af störfum sem framkvæmdastjóri SVÞ
Powered by FlippingBook