Skýrsla stjórnar SVÞ
framhald
Áætlanagerð og rekstraruppgjör
Í tengslum við samþykkt ársreiknings SVÞ 2024 tók stjórn ákvörðun um að gera breytingar á áætlanagerð og rekstraruppgjöri samtakanna og fól framkvæmdastjóra að hrinda breytingunum í framkvæmd samhliða því að nýtt áætlanakerfi væri tekið í notkun.
Nokkur orð um rekstrartap ársins
Að endingu telur stjórn tilefni til að taka fram að nokkrir þættir urðu þess valdandi að rekstrartap varð af starfsemi SVÞ árið 2024. Meðal þeirra eru að fyrrverandi framkvæmdastjóri lauk störfum á árinu og var nýr ráðinn í hans stað. Ráðningunni fylgdi nokkur kostnaður auk þess að um fjögurra mánaða skeið voru tveir framkvæmdastjórar á launaskrá. Í lok ársins lauk framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins störfum og var ákveðið að dreifa störfum hennar á aðra starfsmenn skrifstofu samtakanna. Hagfræðingur SVÞ og Bílgreinasambandsins hóf störf í byrjun desember til að tryggja þekkingaryfirfærslu og því voru starfsmenn þann mánuðinn fleiri en ella. Einn starfsmaður skrifstofunnar slasaðist á haustmánuðum og því keyptu samtökin óvanalega mikla þjónustu verktaka. Að auki voru gjaldfærðar orlofsskuldbindingar óvenjuháar, vegna fjölda starfsmanna á launaskrá, og uppsafnaðra réttinda. Á fyrsta ársfjórðungi 2025 var hluti orlofsréttindanna gerður upp og hluti sætti fyrningu og er orlofsstaða því í góðu horfi um þessar mundir. Á aðalfundi SVÞ 2024 var einnig ákveðið að veita aðildarfyrirtækjum 3% afslátt af félagsgjöldum 2024 í ljósi góðrar afkomu og því voru rekstrartekjur lægri en ella. Skýringarnar eru fleiri og verður gerð ítarlega grein gerð fyrir þeim á aðalfundi SVÞ 2025. Þrátt fyrir framangreint skilaði rekstur samtakanna rúmlega 3,3 millj. kr. hagnaði á rekstrarárinu og á sú niðurstaða rót sína að rekja til ágætrar ávöxtunar eigna samtakanna. Fjárhagsstaða samtakanna er áfram mjög sterk.
Powered by FlippingBook