ÁRSSKÝRSLA SVÞ STARFSÁRIÐ 2024-2025 .pdf

Fyrirtækjahópar innan SVÞ Þar sem fjöldi aðildarfyrirtækja SVÞ er töluverður og samsetning þeirra fjölbreytt er örðugt að skipta þeim niður í flokka eftir hreinum línum. Sumir fyrirtækjahópar búa við þá stöðu að fyrirsvarsmönnum þeirra er erfitt eða jafnvel ómögulegt að hittast eða eiga í öðrum samskiptum og það hentar þeim illa að taka þátt í skipulögðu starfi. Í sumum tilvikum er rekstur fyrirtækja svo annasamur að þeim reynist erfitt að stunda reglulegt félagsstarf og þeim hentugra að eiga í beinum samskipum við skrifstofu SVÞ vegna sinna hugðarefna. Stakkur er sniðinn eftir vexti. Samsetning aðildarfyrirtækja SVÞ er fjölbreytt Í samræmi við ákvæði samþykkta SVÞ er aðildarfyrirtækjum heimilt að starfrækja sérgreinafélög eða hagsmunahópa innan SVÞ en slík félög og hópar njóta aðstoðar skrifstofu SVÞ og nýta sér aðstöðu í Húsi atvinnulífsins til funda. Starfsemi slíkra félaga og hópa er misjafnlega virk eftir aðstæðum, sumir funda reglulega en aðrir þegar tilefni vaknar. Sérgreinafélög og hagsmunahópar innan SVÞ

Á fjórða ársfjórðungi voru Samtök lyfjaheildsala stofnuð innan SVÞ.

Fleiri hópar eru til staðar en starfsemi þeirra var í lágmarki en var áður með nokkrum blóma, þ.e. hagsmunahópur bókhaldsstofa, hópur um lausasölulyf, hópur um opinber innkaup, samtök ökuskóla og hópur um stafræn viðskipti.

Á STARFSÁRINU VORU EFTIRFARANDI FÉLÖG OG HÓPAR STARFANDI INNAN SVÞ:

LYFSÖLUHÓPUR SAMTÖK HEILBRIGÐISFYRIRTÆKJA SJÁLFSTÆÐIR SKÓLAR ÖRYGGISHÓPUR

BÍLGREINASAMBANDIÐ FAGGILDINGARHÓPUR FLUTNINGASVIÐ HÓPUR VÁTRYGGINGAMIÐLARA

Powered by