Rannsóknir og greiningar Rannsóknasetur verslunarinnar
Breytingar á aðgengi gagna
Þróun smásöluverslunar
Að sinni er Rannsóknarsetur verslunarinnar (RSV) hýst á skrifstofu SVÞ. Á vormánuðum 2024 hætti RSV að fá gögn frá einum af stærstu færsluhirðunum á Íslenskum markaði sem olli því að ekki hefur reynst mögulegt að birta sundurliðun kortaveltugagna. Nýr forstöðumaður RSV ásamt stjórn RSV hefur lagt mikla vinnu í að reyna fá þann færsluhirði aftur til samstarfs ásamt nýjum aðilum á þessum markaði. Einnig hefur verið reynt að fá Seðlabanka Íslands að borðinu til gagnaveitingar en bankinn hefur neitað þeim umleitunum. Mikilvægt er að íslensk verslunar- og þjónustufyrirtæki þrýsti á sína færsluhirða um samstarf til þess að tryggja áfram aðgengi að þessum mikilvægu upplýsingum.
Á tveggja mánaða fresti gefur RSV út vísitölu smásöluverslunar. Vísitalan sýnir þróun í veltu fyrirtækja í ýmsum greinum smásölu á milli vsk tímabila. Vísitalan er veltuvísitala fyrir ólíkar greinar innlendrar smásölu og mælir þróun á heildarsöluverðmæti vöru án virðisaukaskatts innan þeirra greina smásölu sem hún nær til. Tilgangurinn er tvíþættur, annars vegar að gefa fyrstu vísbendingar um þróun neyslu innanlands og hins vegar að lýsa rekstrarskilyrðum verslana hérlendis. Aðgang að smásöluvísitölu RSV má nálgast í gegnum innri vef RSV, www.veltan.is
RANNSÓKNIR OG TÖLFRÆÐI ÚRVINNSLA
LYKILHLUTVERK UPPLÝSINGAVEITA
RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR
MARKMIÐ RSV
Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) annast rannsóknir og tölfræðiúrvinnslu fyrir verslunar og þjónustufyrirtæki á Íslandi með þeim tilgangi að auka samkeppnishæfi verslunar og þjónustu.
Rannsóknasetrið gegnir lykilhlutverki sem upplýsingaveita um vísitölur og aðra tölfræði sem stjórnendur í verslun og þjónustu þurfa á að halda í ákvarðanatöku í daglegri stjórnun og stefnumótunar til lengri tíma.
Markmið RSV er að hafa allar upplýsingar er varða verslun og þjónustu í landinu aðgengilegar á einum stað.
Allar tölfræðiupplýsingar á einum stað hjá RSV
Powered by FlippingBook