Rannsóknir og greiningar /2 Rannsóknasetur verslunarinnar
30%
Erlend netverslun
Þróun hrávöruverðs
RSV birtir mánaðarlega upplýsingar um erlenda netverslun Íslendinga. Gögnin eru brotin niður á tímabil, upprunaland og vöruflokka. Erlend netverslun á árinu 2024 nam ríflega 32,6 milljörðum sem er rúmlega 30% hækkun frá árinu áður.
Mánaðarlega gefur RSV út vísitölu hrávöruverðs. Vísitalan sýnir þróun í verði ólíkra hrávara milli tímabila í íslenskum krónum. Sveiflur í hrávöruverði hafa mikil áhrif á íslensk verslunarfyrirtæki og gefur birting vísitölunnar fyrirtækjum gagnlegar upplýsingar um mögulega þróun innkaupsverða hráefna. Miklar hækkanir hafa m.a. sést í verði á kaffi, kakói, appelsínum og nautakjöti.
Aðgang að erlendum netverslunartölum RSV má nálgast í gegnum innri vef RSV, www.veltan.is
Aðgang að hrávöruverðsvísitölu RSV má nálgast í gegnum innri vef RSV, www.veltan.is
RANNSÓKNIR OG TÖLFRÆÐI ÚRVINNSLA
LYKILHLUTVERK UPPLÝSINGAVEITA
RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR
MARKMIÐ RSV
Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) annast rannsóknir og tölfræðiúrvinnslu fyrir verslunar og þjónustufyrirtæki á Íslandi með þeim tilgangi að auka samkeppnishæfi verslunar og þjónustu.
Rannsóknasetrið gegnir lykilhlutverki sem upplýsingaveita um vísitölur og aðra tölfræði sem stjórnendur í verslun og þjónustu þurfa á að halda í ákvarðanatöku í daglegri stjórnun og stefnumótunar til lengri tíma.
Markmið RSV er að hafa allar upplýsingar er varða verslun og þjónustu í landinu aðgengilegar á einum stað.
Allar tölfræðiupplýsingar á einum stað hjá RSV
Powered by FlippingBook