Menntamál SVÞ 2024-2025
Menntamál hafa verið áberandi á vettvangi stjórnar SVÞ á starfsárinu enda er sá málaflokkur að verða sífellt mikilvægari í öllu starfi hagsmunaaðila fyrir atvinnulífið. Íslensk verslun er ein stærsta atvinnugrein landsins og standa frammi fyrir örum breytingum, alþjóðlegri samkeppni, landamæralausri netverslun, stafrænum umbreytingum og breyttum þörfum neytenda sem setur auknar kröfur á fyrirtæki og starfsfólk. Þörfin fyrir aukna menntun og þjálfun starfsfólks í verslun og þjónustu til að mæta þessum áskorunum hefur aldrei verið meiri. Menntamál áberandi á vettvangi stjórnar SVÞ
Námsframboð
Að loknu diplómanámi geta nemendur haldið áfram námi til BS-gráðu í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst eða Háskólann í Reykjavík, þar sem einingar úr diplómanáminu eru metnar til framhaldsnáms. Það hafa 96 skráð sig í námið og 87 lokið einingum. Það eru c.a. 3–4 að klára á hverri önn og í heildina hafa 29 útskriftast. Núna eru 11 í diploma náminu. Það eru miklar sveiflur í innritunum milli ára. Almenn ánægja er með námið og nemendum finnst það gagnast sér í sínu starfi. Bifröst eru alltaf með rýnihópa á hverri önn með nemendum.
Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun er tveggja ára, 60 ECTS eininga fjarnám, hannað fyrir verslunarstjóra og einstaklinga með reynslu í verslun. Námið er samstarfsverkefni Háskólans á Bifröst og Háskólans í Reykjavík, með stuðningi VR, Samtaka verslunar og þjónustu, Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks og Starfsmenntasjóðs verslunarinnar. Markmið þess er að veita nemendum tækifæri til að styrkja sig í starfi með því að bæta við menntun og hæfni á sviði verslunarstjórnunar. Námið er sveigjanlegt og hægt að stunda með vinnu. Kennslan fer fram í fjarnámi með staðlotum, þar sem hver áfangi stendur yfir í sjö vikur og samanstendur af fyrirlestrum, umræðutímum, verkefnavinnu, gestafyrirlestrum og vinnustofum.
Powered by FlippingBook