Menntamál framhald
BS í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun í verslun og þjónustu er ný námslína á Bifröst sem hefst haustið 2025. Verslun er ein stærsta atvinnugrein landsins, þrátt fyrir mikilvægi er hún oft vanmetin og skortir bæði jákvæða ímynd og viðurkenningu. Með því að bjóða upp á sérhæft nám er hægt að mæta þessari þörf, styrkja ímynd greinarinnar, draga fram fjölbreytt tækifæri sem störf í verslun og þjónustu bjóða upp á og skapa nýja kynslóð leiðtoga í greininni. Markmið BS í stjórnun á sviði verslunar og þjónustu
Þrátt fyrir aukna aðsókn hefur verið ákveðið að halda einum bekk á ári, með 25-27 nemendum. Nú eru 26 nemendur á fyrsta ári, jafnmargir á öðru ári, og 27 nemendur útskrifast í vor. Fleiri umsækjendur hafa sótt um en komust að. Nemendur eru mjög ánægðir með námið, sérstaklega með vinnustaðanámið á þriðja ári. Margir hafa valið þessa námslínu einmitt vegna vinnustaðanámsins og sjá alls ekki eftir því. Bekkurinn hefur sterkan félags- og námsanda. Undanfarin ár hefur námið verið í samstarfi við fjögur fyrirtæki: Nova, Aha, Þjóðleikhúsið og Samkaup.
námsins er að efla hæfni og sérhæfingu starfsfólks í verslunar- og þjónustugreinum með áherslu á hagnýta þekkingu og færni.
Áform eru um að fjölga samstarfsfyrirtækjum í fimm á næstunni.
Verslunarskóli Íslands Stafræn viðskiptalína er nýleg námslína á framhaldsskólastigi við Verslunarskóla Íslands sem hóf göngu sína haustið 2019. Unnið var að skipulagi námsins að frumkvæði SVÞ í samstarfi við Verslunarskólann, VR og Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks. Sérstaða námslínunnar er mikil þar sem í fyrsta skipti er boðið upp á vinnustaðanám sem hluta af námi til stúdentsprófs. Árið 2022 var fyrsti árgangurinn sem útskrifaðist en þá útskrifuðust 22 nemendur. Tuttugu og tveir nemendur útskrifuðust vorið 2023 og 23 nemendur árið 2024.
Powered by FlippingBook