ÁRSSKÝRSLA SVÞ STARFSÁRIÐ 2024-2025 .pdf

Menntamál framhald

Fagnám verslunarinnar

Áttin - sameiginlegt verkefni atvinnurekenda og launafólks á almennum vinnumarkaði 10 ára

Fagnámi verslunarinnar er nám á framhaldsskólastigi ætlað starfsfólki í verslun sem einnig er hýst í Verslunarskóla Íslands. Námið er 90 einingar og er blanda af fjarnámi og vinnustaðanámi í fyrirtækjunum. Umsækjendum stendur til boða að fara í raunfærnimat hjá Mími þar sem kunnátta og hæfni hvers og eins er metin til eininga á móti kenndum áföngum. Þannig fá einstaklingar með starfsreynslu og hæfni slíkt metið til eininga og styttingar á námi sínu. Markmið námsins, er meðal annars að nemendur auki þekkingu sína og færni á vinnustað, þjálfist í að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og geti stýrt verkefnum í verslun í samræmi við skipulag og áætlan. Eftirfarandi fyrirtæki eru samstarfsaðilar í dag. BL, Brimborg, Byko, Dominos, ELKO, Húsasmiðjan, Jysk, Kids Coolshop, Krónan, Nova, Samkaup, Lyfja og Rönning. 68 nemendur skráðir í námið Alls eru 68 nemendur skráðir í námið, þar af eru 34 virkir á vorönn 2025. Gert er ráð fyrir að þrír nemendur ljúki fagnáminu nú í vor, þó sú tala gæti breyst. Þeir hafa hafið lokaverkefni sín, sem tengjast þjónustu og samskiptum, og starfa hjá Samkaupum og Húsasmiðjunni. Frá upphafi hafa 126 nemendur innritast í fagnámið: 68 eru virkir, 22 hafa útskrifast og 34 hafa tekið sér hlé en hyggjast snúa aftur þegar aðstæður leyfa.

Áttin, sameiginlegt verkefni atvinnurekenda og launafólks á almennum vinnumarkaði, fagnar 10 ára afmæli í ár. Starfsmenntasjóðirnir, sem standa að Áttinni, halda upp á 25 ára afmæli sitt á þessu ári. Þessum tímamótum var fagnað á Menntadegi atvinnulífsins 11. febrúar 2025, þar sem starfsmenntasjóðunum var gert hátt undir höfði og sérstakt myndband frumsýnt í tilefni dagsins. Fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins geta nú sótt um fræðslu- og starfsmenntastyrki í marga sjóði með einni umsókn í gegnum Áttina. Þetta einfalda umsóknarferli gerir fyrirtækjum með fjölbreyttan starfsmannahóp, sem greiðir til mismunandi stéttarfélaga, kleift að tengja eina umsókn við marga sjóði. Starfsmenntasjóðirnir sem standa að Áttinni eru: IÐAN fræðslusetur, Landsmennt, Menntasjóður STF, Rafmennt, Starfsafl, Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks, Starfsmenntasjóður verslunarinnar og Sjómennt. Saman ná þessir sjóðir til um 110-120 þúsund starfsmanna á almennum vinnumarkaði, eða um 75-80% starfsmanna á þeim markaði.

Auk þess hafa fimm nemendur útskrifast með stúdentspróf (200 einingar) og einn með stúdentspróf án fagnáms.

Powered by