ÁRSSKÝRSLA SVÞ STARFSÁRIÐ 2024-2025 .pdf

Menntanefnd Samtaka atvinnulífsins Innan Húss atvinnulífsins er starfrækt menntanefnd sem er skipuð fulltrúum frá SA og öllum aðildarsamtökum. Nefndin fundar reglulega og fer yfir helstu mál hverju sinni, áherslur og verkefni.

Menntadagur atvinnulífsins

Menntadagur atvinnulífsins er haldinn árlega og ber menntanefndin ábyrgð á honum, heldur utan um skipulag og framkvæmd. Menntadagur atvinnulífsins 2025 fór fram á Hilton 11. febrúar undir yfirskriftinni – Störf á tímamótum? Á deginum var 25 ára afmæli starfsmenntasjóðanna fagnað. Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks, Landsmennt og Starfsafl voru stofnaðir í kjölfar kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins árið 2000. Þeir hafa síðastliðin 25 ár aukið starfshæfni og menntunarstig starfsfólks á almennum vinnumarkaði og bætt samkeppnishæfni fyrirtækja. Staða menntunar var rædd í arinspjalli við forseta Íslands og Menntaverðlaun atvinnulífsins afhent. Eftir að formlegri athöfn lauk stóð fólki til boða að taka þátt í tveimur lotum af áhugaverðum málstofum, samtals 6 málstofur. Vakti þessi nýjung á Menntadeginum mikla ánægju. Einnig var boðið upp á Menntatorg, þar sem fyrirtæki í fræðslu- og menntamálum kynntu starfsemi sína. Á fundinum voru uppfærðar niðurstöður úr könnun Gallup á eftirsprun eftir vinnuafli þvert á atvinnugreinar í því augnamiði að skilgreina nauðsynlegar aðgerðir svo vinnualfsskortur hamli ekki vexti í atvinnulífinu.

Menntanefndin vinnur að fjölbreyttum verkefnum tengdum menntun, fræðslu og mannauðsmálum. Á síðustu árum hefur hún staðið fyrir röð morgunverðarfunda um þessi málefni. Þó ekki hafi verið lögð sérstök áhersla á slíka fundi á þessu ári, stendur til að endurvekja þá á vormánuðum.

Powered by