Menntamál framhald
Þátttaka í nefndum og starfshópum
Aðkoma samtakanna að fræðslu- og menntamálum er fjölbreytt og felst meðal annars í þátttöku fulltrúa í ráðum og nefndum sem vinna að þróun menntunar og fræðslu. Einnig styðja samtökin ýmis verkefni á þessu sviði. Eftirfarandi eru dæmi um verkefni sem þau taka þátt í: Stýrihópur um námsbrautir í framhaldsskólum – Unnið í samstarfi við Verslunarskóla Íslands til að þróa tvær námsbrautir á framhaldsskólastigi. Samráðshópur um nám fullorðinna – Hópurinn var skipaður til fjögurra ára og samanstendur af fulltrúum frá helstu hagsmunaaðilum, þar á meðal atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, ASÍ, SA, BHM, sveitarfélögum, Menntamálastofnun, Vinnumálastofnun og fleiri stofnunum sem sinna fullorðinsfræðslu. Verkefnahópur um úrbætur fyrir útskrifaða af starfsbrautum – Starfar í umboði mennta- og menningarmálaráðuneytisins og vinnur að úrbótum í menntun, hæfingu, atvinnu og tómstundum fyrir nemendur sem lokið hafa námi á starfsbrautum framhaldsskóla. Starfsgreinaráð verslunar- og skrifstofufólks – Hefur umsjón með þróun menntunar og fræðslu fyrir störf í skrifstofu- og verslunargreinum. Starfsgreinaráð samgöngu-, farartækja- og flutningagreina – Vinnur að mennta- og fræðslumálum í þessum atvinnugreinum. Samtökin leggja þannig sitt af mörkum til að styrkja menntun, fræðslu og færniþróun á vinnumarkaði með markvissri stefnumótun og samstarfi við lykilaðila í atvinnulífi og menntakerfi.
Powered by FlippingBook