ÁRSSKÝRSLA SVÞ STARFSÁRIÐ 2024-2025 .pdf

Menntamál framhald

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) skipulagði og stóð fyrir námsferð til Svíþjóðar dagana 21.–24. október, þar sem sjónum var beint að umgjörð og útfærslum hæfniþróunar fullorðinna og raunfærnimats. Fulltrúum hagsmunaaðila var boðið að taka þátt í ferðinni ásamt FA, með það að markmiði að efla samtal, samstarf og þróun á vettvangi framhaldsfræðslu. SVÞ átti einnig fulltrúa í ferðinni og fór Ragna Vala Kjartansdóttir, skrifstofustjóri og menntafulltrúi samtakanna, fyrir þeirra hönd. Ferðin hafði það að meginmarkmiði að veita innsýn í hvernig sænsk stjórnvöld og aðilar atvinnulífsins vinna saman að því að gera vinnumarkaðinn sveigjanlegri og samkeppnishæfari til framtíðar. Jafnframt var lögð áhersla á að kynnast heildarstefnu sænskra stjórnvalda í sí- og endurmenntun (re- and upskilling), með sérstaka áherslu á markhóp framhaldsfræðslunnar. Þá var einnig skoðað hvernig einstakar starfsgreinar nýta raunfærnimat í samstarfi við þjónustu- og fræðsluaðila, sem og stéttarfélög, til að styðja fjölbreyttan hóp starfsfólks. Fræðsluferð um hæfniþróun og raunfærnimat

Á fundunum kom skýrt fram að ein helsta áskorun sænskra fyrirtækja er skortur á hæfu starfsfólki (skills shortages), þar sem 8 af hverjum 10 fyrirtækjum eiga erfitt með að ráða fólk með viðeigandi hæfni. Sérstaklega skortir fólk með starfsmenntun og stafræna hæfni. Til að mæta þessari áskorun eru starfsnámsleiðir þróaðar í nánu samstarfi við hagaðila og miðlað með sveigjanlegum hætti, bæði innan skólastofnana og á vinnustöðum. Ennfremur er lögð rík áhersla á að greina framtíðarþörf fyrir hæfni í samráði við hagaðila í hverri starfsgrein, til að tryggja að menntun og þjálfun samræmist þörfum vinnumarkaðarins.

Powered by