ÁRSSKÝRSLA SVÞ STARFSÁRIÐ 2024-2025 .pdf

Lögfræðisvið

Lagaleg ráðgjöf á breiðu sviði

Á starfsárinu veitti skrifstofa SVÞ aðildarfyrirtækjum lagalega ráðgjöf á breiðu sviði. Fátt er lögfræðingi SVÞ óviðkomandi ef vinnumarkaðsréttur er frá talinn en vinnumarkaðssvið SA aðstoðar aðildarfyrirtæki í slíkum málum.

Meðal þeirra mála sem lögfræðingur SVÞ kom að á starfsárinu eru eftirfarandi:

Meðal mála lögfræðings SVÞ á starfsárinu

Samningsákvæði um umreikning erlendra gjaldmiðla í íslenskar krónur Virðisaukaskattsskylda vegna varahluta og viðgerða Tilkynningafrestir vegna galla á ökutækjum Ráðgjöf vegna vinnslu andsvara til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Túlkun ákvæða lyfjalaga um hæfiskröfur handhafa lyfsöluleyfis Túlkun ákvæða um áhættuflokkun m.t.t. sjúklingatryggingar Upplýsingagjöf um stöðu skulda í ljósi greiðslustöðvunar Greining á lagareglum um ljósker á bifreiðum Ritun blaðagreina um lagalega hagsmuni aðildarfyrirtækja Gerð erinda vegna þátttöku hins opinbera í alþjóðlegu samstarfi um vörukaup

Túlkun lagaákvæða um rétt opinberra stofnana til endurgreiðslu virðisaukaskatts Gerða beiðnar um frestun réttaráhrifa stjórnvaldsákvörðunar Álitsveiting vegna samninga um birtingu vefauglýsinga Aðstoð við kærur til sjálfstæðra úrskurðarnefnda á stjórnsýslustigi Aðstoð við gerð skilmála í verslunarviðskiptum Samskipti við opinbera eftirlitsstofnun vegna flokkunar vöru sem lækningartækis Túlkun ákvæða laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka Gerð erindis um virðisaukaskatt af sendibifreiðum til útleigu Túlkun ákvæða reglugerðar um öryggi leikvallasvæða og leiksvæða Gerð erindis um stofn löggildingargjalds Yfirlestur verksamnings um þrif og ræstingu Gerð greinargerðar vegna máls á vettvangi kærunefndar útboðsmála Túlkun ákvæðis ársreikningalaga Túlkun ákvæða Evrópugerðar um Evrópskar loftslagsheimildir Ritun erindis vegna breytinga á reglum um öryggis- og áhættugreiningu vegna millilandaflutninga

Rýni skýrslu erlendrar ráðgjafarstofu um hafnarmál Ráðgjöf vegna opinberrar birtingar tölvupóstsamskipta

Powered by