Skýrsla stjórnar SVÞ
Tilgangur SVÞ
SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu eru málsvari atvinnurekenda í verslunar- og þjónustufyrirtækjum. Samtökin eru ekki rekin í hagnaðarskyni. SVÞ vinna að almennum, sameiginlegum hagsmunamálum aðildarfyrirtækja og stuðla að framförum í verslun og þjónustu, bættum starfsskilyrðum, aukinni arðsemi og samkeppnishæfni. SVÞ standa fyrir upplýsingamiðlun bæði innan og utan samtakanna um þau málefni er varðar aðildarfyrirtæki þess, auk þess að standa fyrir fræðsludagskrá fyrir félagsmenn. SVÞ þjónusta jafnframt aðildarfyrirtæki á sviði kjaramála í samstarfi við Samtök atvinnulífsins, SA.
Margvísleg þjónusta við félagsfólk
Starfsmenn skrifstofu SVÞ sinna margvíslegri þjónustu við félagsmenn. Þjónustan snýr bæði að einstökum aðildarfyrirtækjum svo og starfsgreinum í heild, allt eftir málefnum hverju sinni. Sérhæfðum málum, eins og lögfræðilegum álitamálum um kjarasamninga, er vísað til lögfræðinga Samtaka atvinnulífsins. Öll þjónusta er innifalin í félagsgjöldum. Bæði fulltrúar aðildarfyrirtækja og starfsmenn skrifstofu SVÞ sitja á hverjum tíma í fjölda ráða, nefnda og stjórna á vettvangi stjórnvalda og atvinnulífsins.
Starfsár SVÞ er milli aðalfunda.
Powered by FlippingBook